Frákast á afla fiskiskipa

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 13:56:23 (1783)

1996-12-04 13:56:23# 121. lþ. 34.3 fundur 167. mál: #A frákast á afla fiskiskipa# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., Fyrirspyrjandi MS
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[13:56]

Fyrirspyrjandi (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir svörin. Það fór reyndar eins og mig grunaði að það er ekki einfalt mál að kveða upp úr um það hve miklu er hent af fiski á miðunum. Engu að síður er þetta mál sem er mjög mikilvægt og nauðsynlegt að halda vakandi og fylgjast með því. Við erum hér að fjalla um okkar helstu auðlind sem er fiskstofnarnir í hafinu og við verðum auðvitað að gera þá kröfu til þeirra sem um hana ganga að umgengnin sé í lagi því við verðum að horfa til framtíðar í þessum málum og það samrýmist einnig hagsmunum sjómanna og útgerðarmanna sjálfra.

Ég ítreka það, herra forseti, að ég þakka hæstv. sjútvrh. fyrir svörin og tel að fyrirspurninni sé svarað að svo miklu leyti sem mögulegt er.