Fornminjarannsóknir í Reykholti

Miðvikudaginn 04. desember 1996, kl. 14:08:58 (1788)

1996-12-04 14:08:58# 121. lþ. 34.4 fundur 168. mál: #A fornminjarannsóknir í Reykholti# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., HjálmJ
[prenta uppsett í dálka] 34. fundur

[14:08]

Hjálmar Jónsson:

Herra forseti. Ég vil þakka hv. þm. Svavari Gestssyni fyrirspurnina og þá umræðu sem hér hefur farið af stað um fornminjar á Reykholtsstað og reyndar víðar um landið. Þær fornminjar hljóta að vera dýrmætar þjóðinni og þarf að gæta þess að þær verði ekki fyrir hnjaski þangað til kemur að rannsókn þeirra í þeirri röð sem sett hefur verið upp. Það er þröngt um fé á þessum liðum í útgjöldum ríkisins. Ég vil ekki segja að það sé metnaðarleysi heldur peningaleysi sem veldur að ekki er búið að gera miklu meira í þessum málum eins og hv. þm. Sturla Böðvarsson gat um.

Ég tek undir það álit sem fram kom í máli hæstv. menntmrh. að mikilvægt er að taka þau verkefni sem hægt er að ljúka í einum áfanga en ekki fara út í flókin verkefni með litla peninga milli handa.