Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 12:19:45 (1860)

1996-12-05 12:19:45# 121. lþ. 36.8 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[12:19]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Við velkjumst ekki í vafa um hlutverk Alþingis, sagði þingmaðurinn. En í ræðu sinni hér áðan sagði þingmaðurinn: Alþingi mun flyta frumvarpið. Alþingi mun flytja frv. um Ríkisendurskoðun. Alþingi mun flytja frv. um umboðsmann Alþingis. (Gripið fram í.) Nei, þú sagðir Alþingi, hv. þm. En það flytur enginn frv. nema þingmaður sé, nema þá maðurinn sé ráðherra og hafi því möguleika á því að sitja á þingi án atkvæðisréttar en með öðrum réttindum. Alþingi flytur ekki frv. Þetta er algjör reginmisskilningur. Hvaða þingmaður sem er getur flutt frv. og auðvitað getur ríkisstjórn flutt frv. Ríkisstjórnin getur að sjálfsögðu flutt frv., ef hún kýs, um Ríkisendurskoðun eða umboðsmann Alþingis. Það er ekkert sem bannar það nema síður sé. Þannig er umræðan á einhverju óskaplega undarlegu stigi hér. Það þyrfti að fara fram einhver lágmarkskynning á stjórnskipun landsins gagnvart sumum þingmönnum.