Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 12:40:22 (1865)

1996-12-05 12:40:22# 121. lþ. 36.8 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[12:40]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég nefndi það í svari, það hefur kannski farið fram hjá hv. þm., varðandi prestana að hæstv. kirkjumrh. hefði lýst því yfir að hann hygðist flytja frumvörp um þá þætti alla. Varðandi málefni fatlaðra sem ríkisstjórnin vill gjarnan að færist yfir til sveitarfélaganna, þá verður þess auðvitað gætt að hagsmunir starfsmanna við þann flutning verði ekki fyrir borð bornir.