Tekjustofnar sveitarfélaga

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 12:44:38 (1867)

1996-12-05 12:44:38# 121. lþ. 36.9 fundur 173. mál: #A tekjustofnar sveitarfélaga# (sumarhús o.fl.) frv., KÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[12:44]

Kristín Ástgeirsdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Til að spara tíma ætla ég bara að nota minn andsvarsrétt, ekki beinlínis til þess að gera athugasemd við frv. heldur fá það upplýst hjá hæstv. félmrh. hvort von er á fleiri tillögum frá þessari nefnd. Skildi ég það rétt að hér væri aðeins um hluta af þeirra tillögum að ræða? Er von á meiru? Og er það ljóst hvaða tekjutap þessi breyting hefur í för með sér fyrir þau sveitarfélög þar sem mikið er um sumarhús? Við getum tekið t.d. Grafninginn eða ýmis sveitarfélög á Suðurlandi. Liggur það fyrir?