Tekjuskattur og eignarskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:03:01 (1887)

1996-12-05 14:03:01# 121. lþ. 36.1 fundur 146. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (rekstrartap, afskriftareglur, hlutabréf o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:03]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Það er að hefjast atkvæðagreiðsla um frumvörp sem hv. efh.- og viðskn. klofnaði í afstöðu sinni til. Okkar skoðun, minni hlutans í efh.- og viðskn. og stjórnarandstæðinga, er sú að frv. sé meingallað og að breytingartillögur meiri hlutans bæti þar litlu úr. Stjórnarandstaðan er andvíg þeirri efnahagsstefnu sem kemur fram í þessu frv. Einstaka greinar horfa þó til bóta, aðrar eru meinlausar, en aðrar auka misrétti. Það er fyrst og fremst skattastefna VSÍ sem hér er verið að lögfesta. Hvergi er tekið tillit til sjónarmiða launþega eða samtaka þeirra í frv. Ég greiði ekki atkvæði um þessa grein frv.