Virðisaukaskattur

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:30:59 (1899)

1996-12-05 14:30:59# 121. lþ. 36.3 fundur 144. mál: #A virðisaukaskattur# (málsmeðferðarreglur o.fl.) frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:30]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Við erum andvíg þessari tillögu. Hún snýr að þeirri framkvæmd að lækka endurgreiðslu virðisaukaskatts til húsbyggjenda frá því í vor. Framkvæmd málsins var klúðrað af hálfu ríkisstjórnarinnar. Það er leiðrétt hér að hluta til. Þetta þýðir skattlagningu á einstaklinga. Þetta þýðir aukna möguleika til skattsvika. Þessu ákvæði hafa allir aðilar vinnumarkaðarins lagst gegn, ekki einungis verkalýðshreyfingin heldur öll samtök vinnuveitenda, vegna hættunnar sem fólgin eru í því ákvæði sem verið er að greiða atkvæði um. Ég segi nei.