Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:35:44 (1901)

1996-12-05 14:35:44# 121. lþ. 36.5 fundur 147. mál: #A Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda# (iðgjöld, stigaútreikningur, ávöxtun o.fl.) frv., PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:35]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda er ákveðin fyrirmynd allra annarra lífeyrissjóða í landinu. Allir lífeyrissjóðir á Íslandi starfa með föstu ákveðnu iðgjaldi, yfirleitt 10%. Með frv. þessu er tekin upp sú nýbreytni að heimila ráðherra að taka upp viðbótariðgjald án þess að sagt sé til hvers það verði ætlað eða hvort greiðslan verður valkvæð. Ég get ekki stutt slíka kerfisbreytingu á öllu lífeyriskerfinu án þess að fram fari ítarleg umræða.