Sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 14:45:40 (1905)

1996-12-05 14:45:40# 121. lþ. 36.8 fundur 189. mál: #A sérákvæði laga er varða réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins# frv., SvG (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[14:45]

Svavar Gestsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fer fram á að atkvæðagreiðsla fari fram um þetta mál. Ég hreyfði því í umræðunum að eðlilegt gæti verið að mál af þessu tagi færi til sérnefndar því að þetta er óvenju viðamikið frv. sem hér er á ferðinni með 186 greinum. Annar möguleiki væri líka sá að málið færi til allshn. því að þetta snertir Stjórnarráð Íslands og allar stofnanir á vegum þess. Hins vegar gerði hæstv. forsrh. tillögu um að þetta mál færi til efh.- og viðskn. sem mér finnst orka tvímælis en ég vil þó taka fram að fari svo að hv. efh.- og viðskn. vísi málinu til fagnefnda til meðferðar þá tel ég að við það megi una og í trausti þess að það verði gert mun ég styðja það að málinu verði vísað til efh.- og viðskn. og þar með fallast á tillögu hæstv. forsrh.