Almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 15:29:08 (1915)

1996-12-05 15:29:08# 121. lþ. 36.14 fundur 29. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám) frv., Frsm. SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:29]

Frsm. allshn. (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þingmönnum fyrir umræðu um þetta mál sem við teljum mjög mikilvægt og vonumst til að fái skjóta afgreiðslu.

Ég vildi aðeins fá að koma að atriðinu um sjálfræðisaldurinn. Í ræðunni var talað um að þetta lagaákvæði, þ.e. þetta ákvæði í frv. ef það verður að lögum, mundi koma til endurskoðunar ef sjálfræðisaldurinn mundi hækka úr 16 árum í 18 ár. Ég vildi bara taka það fram að þar sem aldurinn er ekki í þessu ákvæði þá getur þetta ákvæði ekki komið sjálfkrafa til endurskoðunar. Ég vildi bara benda á það.