Almenn hegningarlög

Fimmtudaginn 05. desember 1996, kl. 15:30:33 (1916)

1996-12-05 15:30:33# 121. lþ. 36.14 fundur 29. mál: #A almenn hegningarlög# (barnaklám) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur

[15:30]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem ,,barnaklám`` kemur fram í heiti frv. --- það er breyting á hegningarlögunum þar sem komið er inn á barnaklám --- og ef skilgreiningin á börnum breytist í 18 ár, þá er það mitt mat að það hljóti að þurfa að taka sjálfstæða afstöðu til þess hvort þá á að miða við 16 ár eða við skilgreininguna á börnum.