Fjáraukalög 1996

Þriðjudaginn 10. desember 1996, kl. 15:19:55 (1971)

1996-12-10 15:19:55# 121. lþ. 38.8 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., Frsm. minni hluta BH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[15:19]

Frsm. minni hluta fjárln. (Bryndís Hlöðversdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil enn og aftur þakka hæstv. fjmrh. fyrir frekari útskýringar en mér þykir eiginlega málið verða enn flóknara þeim mun betur sem það er útskýrt því mér heyrist hæstv. fjmrh. tala um að það hafi þurft að gera leiðréttingar en eftir því sem mér skilst á máli hans, á því sem hann hefur sagt áður, er um að ræða nýtt samkomulag. Er það ekki rétt skilið? Það er verið að gera nýtt samkomulag. Fjmrn. er í raun og veru að gera nýtt samkomulag um það hvernig eftirlaunin skuli ákveðin og það aftur í tímann. Eða lítur hæstv. fjmrh. þannig á að þessir viðkomandi 15 einstaklingar hafi átt óyggjandi rétt á þessum hækkunum og það aftur í tímann? Mér finnst vera svolítið óljóst um hvorn þáttinn er að ræða. Ég vildi gjarnan fá svar hæstv. fjmrh. við því. Lítur hann svo á að þarna hafi verið um að ræða óyggjandi rétt sem þessir fyrrv. bankastjórar hafi getað byggt mál sitt á eða er einungis verið að semja við þá upp á nýtt og þá aftur í tímann?