Fjáraukalög 1996

Þriðjudaginn 10. desember 1996, kl. 16:44:42 (1981)

1996-12-10 16:44:42# 121. lþ. 38.8 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., TIO (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[16:44]

Tómas Ingi Olrich (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil nota tækifærið til að koma aftur upp í andsvar og undirstrika það sjónarmið að við þessa miklu umræðu um hallarekstur á sjúkrahúsum ber að gæta þess alveg sérstaklega, af því við höfum lengi verið að reyna að glíma við það að láta enda ná saman í ríkisfjármálum, að þeir sem virða fjárlagarammann njóti góðs af því og það sé ekki lagt þeim til lasts. Ég tek undir þau orð síðasta ræðumanns að það skiptir mjög miklu máli að þeir sem virða aðhaldsaðgerðir fái að njóta góðs af því. Það er afar hættulegt sem ég vil leyfa mér að benda hæstv. fjmrh. á þegar maður lítur til þeirrar viðleitni sem hann hefur haft til að sýna aðhald í ríkisútgjöldum, að læða því inn í umræðuna að þeir sem standa við fjárlagaramma sinn og skuldbindingar hafi of rúman fjárlagaramma. Ég vil aðeins geta þess að þessi umræða er þegar komin á kreik og það þarf að gæta þess vandlega að þær stofnanir sem sýna fjárlögunum virðingu og fara eftir þeim séu ekki látnar gjalda þess.