Staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur

Þriðjudaginn 10. desember 1996, kl. 22:04:12 (2011)

1996-12-10 22:04:12# 121. lþ. 38.10 fundur 143. mál: #A staðgreiðsla skatts á fjármagnstekjur# (hlutdeildarskírteini, afföll) frv., Frsm. meiri hluta VE
[prenta uppsett í dálka] 38. fundur

[22:04]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir frhnál. á þskj. 291 og brtt. á þskj. 292 vegna frv. til laga um breytingu á lögum nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Þessar brtt. og nál. eru frá meiri hluta efh.- og viðskn.

Nefndin fór aftur yfir frv. að lokinni 2. umr. og leggur til breytingar í þremur liðum á frv. Í fyrsta lagi er lagt til að gerð verði smávægileg orðalagsbreyting á lokamálslið 3. gr. til að gera ákvæðið skýrara. Í öðru lagi er lagt til að bráðabirgðaákvæðið verði tengt við lokamálsgrein 2. gr. (verður 5. gr. laganna) um tölvuskráningu. Loks er lagt til að við bætist gildistökuákvæði sem vantaði í frv.