Fjáraukalög 1996

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 15:49:34 (2054)

1996-12-11 15:49:34# 121. lþ. 40.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[15:49]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég tek undir þá skoðun sem hv. 12. þm. Reykn. hefur gert hér grein fyrir en vil að öðru leyti bæta því við að þær skýringar sem hæstv. fjmrh. hefur gefið við aðkomu fjmrn. að málinu eru algjörlega óviðunandi. Hæstv. ráðherra svaraði því ekki á óyggjandi hátt hvort hér væri um að ræða lögbundinn rétt þeirra 15 einstaklinga sem málið snýst um til þessara útláta úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Fjmrn. virðist hafa tekið samninga við þetta fólk upp og ráðstafað 25 millj. kr. úr ríkissjóði til þess auk þeirra 7 millj. kr. árlegu greiðslna sem fram undan eru.

Ég vil auk þess ítreka að ástæðan fyrir því að minni hlutinn velur að sitja hjá við málið í stað þess að greiða atkvæði gegn því er það sem hv. 12. þm. Reykn. tók fram að við gerum ekki athugasemdir við þær 45 millj. kr. sem eru undir þessum lið að öðru leyti.