Fjáraukalög 1996

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 15:50:31 (2055)

1996-12-11 15:50:31# 121. lþ. 40.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., fjmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[15:50]

Fjármálaráðherra (Friðrik Sophusson):

Virðulegi forseti. Ég vil að það komi fram sem reyndar hefur komið fram áður að þær 25 millj. kr. sem hér er um að ræða eru komnar til með þeim hætti sem ég lýsti í umræðunni. Það er ekki gott að segja hvort þetta byggi á lögum eða ekki en það var álit ráðuneytisins að það mundi skapa viðkomandi aðilum bótarétt ef ekki yrði farið að þeirri niðurstöðu sem útreikningar Seðlabankans gáfu til kynna. Því er beðið um þessar 25 millj. í þessari grein og ég styð það að sjálfsögðu.