Fjáraukalög 1996

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 15:52:01 (2056)

1996-12-11 15:52:01# 121. lþ. 40.2 fundur 48. mál: #A fjáraukalög 1996# frv., KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[15:52]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Sú hækkun sem hér er lögð til er til komin vegna þeirrar niðurstöðu Kjaradóms frá 1993 að dómarar skyldu fá fastar yfirvinnugreiðslur og síðan úrskurðar Félagsdóms að það bæri að greiða orlof á yfirvinnu dómara. Þessi upphæð, þ.e. 15,2 millj. kr., er því til þess að greiða dómurum áfallið orlof á fastar yfirvinnugreiðslur til 1. des. á þessu ári. Síðan hefur Kjaradómur reyndar úrskurðað að frá og með þeim degi verði ekki greitt orlof á fasta yfirvinnu dómara. Fulltrúar minni hlutans deila ekki við dómarana um alla þessa úrskurði en við munum sitja hjá við þessa afgreiðslu og mótmæla með þeim hætti aðstöðu hinna betur settu í samfélaginu til að sækja aukagreiðslur í vasa skattborgaranna á sama tíma og t.d. aldraðir eru kaffærðir í lagabreytingum og reglugerðum sem skerða kjör þeirra á skammarlegan hátt.