Umferðarlög

Miðvikudaginn 11. desember 1996, kl. 16:04:34 (2061)

1996-12-11 16:04:34# 121. lþ. 40.4 fundur 55. mál: #A umferðarlög# (EES-reglur, vegheiti o.fl.) frv., ÁJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur

[16:04]

Árni Johnsen:

Virðulegi forseti. Það var ánægjulegt að heyra hv. þm. Vilhjálm Egilsson mæla fyrir munn meiri hluta þjóðarinnar. Það er nú sauðkindin sem er meiri hluti þjóðarinnar. En það hefur komið fram hér að miðað væri við að hámarkshraði yrði aukinn á öllum þjóðvegum landsins. Það er auðvitað ekki rétt þó að heimildin gefi slíka möguleika, þá er það háð skilyrðum á hinum ýmsu stöðum og það er rétt að sú leiðrétting komi hér fram. Ég segi já.