Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Fimmtudaginn 12. desember 1996, kl. 18:15:45 (2118)

1996-12-12 18:15:45# 121. lþ. 42.4 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., Frsm. meiri hluta ÁRÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur

[18:15]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Árni R. Árnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég tek að sjálfsögðu undir skoðanir hv. þm. á því hvað kynni að falla undir vönduð vinnubrögð hv. Alþingis. Ég hef hins vegar haldið mig við það að rökræða þingmálið og þar koma fram þau atriði sem í athugasemdum lögmannsins oftnefnda er vikið að. Mér þætti það ekki full virðing við lögmanninn ef við færum að rökræða hans athugasemdir. Þess vegna geri ég það ekki. Hann fjallar hins vegar um málið. Ég hef fjallað um málið, og við í hv. nefnd, og það hefur komið fram í máli mínu hver afstaða okkar er til þeirra atriða sem lögmaðurinn gerði athugasemdir við. Það má vera að einhverjir hv. þm. eigi erfitt með að átta sig á því og vilji frekar rekja þau rök í tengslum við athugasemdir lögmannsins heldur en við þingmálið en það er þá ekki annarra vandamál.