Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 13:34:54 (2142)

1996-12-13 13:34:54# 121. lþ. 43.1 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[13:34]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Frv. það sem hér á að fara að greiða atkvæði um er svo illa úr garði gert að það er á mörkunum að það sé tækt til þinglegrar meðferðar. Helsti fræðimaður Íslendinga á þessu sviði hefur hvatt Alþingi til að taka frv. til meðferðar að nýju og endurskoða það í heild svo samþykkt þess leiði ekki til óþarfa takmarkana á þjóðréttarlegum rétti til fiskveiða utan lögsögu Íslands og jafnvel óvissu um að ákvæði stjórnarskrárinnar séu virt. Það hafa engin rök komið fram frá ríkisstjórninni um nauðsyn þessarar lagasetningar. Því teljum við heilladrýgst fyrir þing og þjóð að málinu verði vísað að nýju til ríkisstjórnarinnar. Ég segi já.