Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 13:38:36 (2144)

1996-12-13 13:38:36# 121. lþ. 43.1 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., LB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[13:38]

Lúðvík Bergvinsson:

Virðulegi forseti. Með þessu ákvæði á að færa í lög að Íslendingum verði gert erfiðara að veiða á úthafinu en kveðið er á um í úthafsveiðisáttmálanum. Það á að ganga lengra í íslenskri lagasetningu en úthafsveiðisáttmálinn kveður á um. Enn fremur á að fara þá merkilegu leið að heimila sjútvrh. með útgáfu reglugerðar að færa í lög ákvæði þjóðréttarsamninga. Þetta er ekki líðandi og því segi ég nei.