Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 13:48:10 (2148)

1996-12-13 13:48:10# 121. lþ. 43.1 fundur 57. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# (heildarlög) frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[13:48]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Í þeirri nefnd sem starfar á vegum sjútvrh. um úthafsveiðar komu fjölmargar athugasemdir fram af hálfu jafnaðarmanna og í mörgum tilfellum beinar tillögur um breytingar á greinum í drögum að frv. sem þar var fjallað um. Þær athugasemdir hafa m.a. komið fram í atkvæðaskýringum í dag. 10. gr. fjallar um að erlendum skipum sé óheimilt að landa afla og sækja þjónustu til íslenskra hafna nema við ákveðin skilyrði. Okkar tillaga í þessari nefnd var að greinin yrði eingöngu þannig að heimilt væri að landa afla erlendra fiskiskipa í íslenskum höfnum nema veiðarnar brytu í bága við samninga sem Ísland væri aðili að. Við teljum óþarfa að ganga lengra í lagasetningu af þessu tagi en úthafsveiðisáttmálinn kveður á um. Ég segi nei.