Fjárlög 1997

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 14:54:56 (2155)

1996-12-13 14:54:56# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. minni hluta GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[14:54]

Frsm. minni hluta fjárln. (Gísli S. Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil þakka hæstv. fjmrh. fyrir greinargóð svör. Ég held að það liggi þannig að við eigum allnokkra samleið varðandi þær hugrenningar sem ég var með hérna hvernig erlendar skuldir hefðu áhrif og hvernig mál þróast í fjármálum. Ég hef áhyggjur af ríkissjóði. Ég er kannski enginn sérstakur vinur hans en ég hef ekki hlunnfarið hann.

Mér þótti gott að fá þessar upplýsingar sem hér komu fram, þ.e. það sem var upplýst síðast í ræðu hæstv. fjmrh. Þær hafa ekki legið fyrr á borðum. Ég þakka fyrir þau svör sem komu, þau munu væntanlega nýtast í framhaldsvinnu fjárln.