Fjárlög 1997

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 17:20:44 (2166)

1996-12-13 17:20:44# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[17:20]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Vegna andsvars hv. 8. þm. Reykv. vil ég vitna til þess sem hér hefur komið fram og reyndar í umræðum opinberlega að undanförnu. Stjórnarflokkarnir hafa náð samkomulagi um að hækka framlög til Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Það liggja hins vegar ekki fyrir tillögur um hvaða breytingar verði gerðar á lögum um sjóðinn, hvorki hvað varðar úthlutunarreglur né endurgreiðslur námslána. Það er því ekki hægt að gefa upplýsingar um hvað þær breytingar kunni að kosta sem ef til vill og væntanlega verða gerðar. Þess vegna get ég ekki svarað þeirri spurningu sem hv. þm. bar upp en ég geri ráð fyrir að innan tíðar liggi fyrir til hvaða aðgerða verði gripið. Þá verður það væntanlega skýrt og lagt fyrir hvernig staðið verður að fjármögnun þeirra breytinga sem þarf að gera á lánasjóðnum.