Fjárlög 1997

Föstudaginn 13. desember 1996, kl. 19:07:47 (2176)

1996-12-13 19:07:47# 121. lþ. 43.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., HG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur

[19:07]

Hjörleifur Guttormsson (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er alveg rétt hjá hv. formanni fjárln. að það má ekki dragast úr hömlu að ákvarðanir liggi fyrir varðandi stofnanir eins og framhaldsskóla sem þurfa að líta fram á veginn í starfi, að fá úr því skorið hvaða aðstæður þeim eru ætlaðar. Ég mundi halda að menn þyrftu að ætla sér marsmánuð sem síðasta tíma til að ljúka þessari skoðun mála sem gert er ráð fyrir að haldi áfram í samvinnu skólanna og menntmrn. og ég vænti þess að meiri hluti fjárln. og forusta stuðli að því að svo geti orðið.

Um hin stóru atriðin ætla ég ekki að ræða frekar en ég gerði, nema það að ég orðaði það ekki svo að það væri ekki svo nauið með gengið. Ég var fyrst og fremst að leggja áherslu á að við þurfum að gæta þess að kasta ekki frá okkur stjórntækjunum, við þurfum að hugsa svolítið fram í tímann eða hugsa um áhrif þess ef við göngum lengra en ýtrasta nauðsyn krefst í þeim efnum vegna þess að það getur orðið okkur dýrkeypt.