Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:30:14 (2222)

1996-12-14 11:30:14# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:30]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Samtök launafólks hafa farið fram á að utanrrn. taki meiri þátt í kostnaði við þátttöku fulltrúa vinnumarkaðarins í EFTA/EES-samstarfi en verið hefur en þeir hafa sjálfir kostað þetta að miklu leyti hingað til. Hér er lagt til að 2,5 millj. kr. verði settar í þetta verkefni en á móti verður liðurinn Vinnumál, ýmislegt í félmrn. skertur um sömu fjárhæð. Þarna er ekki verið að taka ábyrgð á þeim lögbundna kostnaði sem ríkið leggur á samtök launafólks, heldur verið að skerða önnur framlög á móti. Ég greiði því ekki atkvæði.