Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:37:25 (2225)

1996-12-14 11:37:25# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:37]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Hér leggur minni hluti fjárln. til að liðurinn Atvinnumál kvenna verði áfram sérliður í félmrn. auk þess að hann verði efldur verulega. Ríkisstjórnin ætlar að færa þennan lið undir Atvinnuleysistryggingasjóð. Því er mótmælt. Þannig er ekki tryggt að féð verði notað til þess að efla atvinnumál kvenna en það verkefni á ekkert skylt við atvinnuleysistryggingar eins og margoft var bent á í umræðum í gær. Ég segi já.