Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 11:41:18 (2227)

1996-12-14 11:41:18# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., GE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[11:41]

Gísli S. Einarsson:

Herra forseti. Minni hlutinn varar við ráðstöfun ríkisstjórnar varðandi Framkvæmdasjóð fatlaðra. Þegar sjóðurinn tók við ákveðnum hluta af rekstrarkostnaði í þessum málaflokki var það raunverulega samkvæmt samkomulagi í síðustu ríkisstjórn og það var sett í fjárlögin þá að við það væri miðað að ef þessi sjóður ætti að einhverju leyti að fjármagna rekstur, yrði tryggt að hann fengi óskertar tekjur af erfðafjárskatti sem nú eru 420 millj. kr. Nú eru einungis 165 millj. kr. settar í sjóðinn þannig að um 255 millj. kr. renna í ríkissjóð. Minni hlutinn fellst á 107 millj. kr. ráðstöfun vegna liðveislu og gerir því tillögu um að liðurinn verði 313 millj. kr. Þingmaðurinn segir já.