Fjárlög 1997

Laugardaginn 14. desember 1996, kl. 12:14:38 (2240)

1996-12-14 12:14:38# 121. lþ. 44.1 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur

[12:14]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það er satt að segja dálítið umhugsunarefni að fyrir nokkrum árum var það þannig að 2. umr. var aðalumræða um fjárlagafrv. Nú er það bersýnilega svo að sú umræða sem hér er að ljúka er í raun og veru markleysa vegna þess að langstærstu þættirnir í fjárlagafrv. eiga eftir að fá afgreiðslu. Öll tekjuhliðin á eftir að fá afgreiðslu, sjúkrahúsin, sem eru veigamikil deilumál, eiga eftir að fá afgreiðslu, Lánasjóður ísl. námsmanna, sem hefur verið mikið og heitt pólitískt deilumál, á eftir að fá afgreiðslu. Það er því greinilegt að verið er að þróa meðferð fjárlaganna hér í þinginu inn í það að 3. umr. sé hin raunverulega ákvarðandi umræða um málið. Á þessu vil ég vekja athygli, hæstv. forseti, m.a. til að undirstrika að eins og frv. lítur út núna er það í raun og veru markleysa.

[12:15]