Tryggingagjald

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 14:54:45 (2248)

1996-12-16 14:54:45# 121. lþ. 45.3 fundur 145. mál: #A tryggingagjald# (gjaldhlutfall) frv. 156/1996, Frsm. meiri hluta VS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[14:54]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að hv. þm. hafi viðurkennt það í ræðu sinni að þetta eru hliðarráðstafanir. A.m.k. er gripið til þeirra vegna þess að menn vildu létta þetta högg sem ekki er hægt að neita að á sér stað við það að hækka tryggingagjald á þessar undirstöðuatvinnugreinar okkar. En ég vil líka benda á það að sú upphæð sem fiskvinnslan sparar á fyrsta ári, 1997, með því að þurfa ekki að greiða til Þróunarsjóðsins er hærri en þrepið sem tekið er á fyrsta ári vegna hækkunar tryggingagjalds þannig að þetta hlýtur að skipta verulegu máli.