Tryggingagjald

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 15:14:00 (2254)

1996-12-16 15:14:00# 121. lþ. 45.3 fundur 145. mál: #A tryggingagjald# (gjaldhlutfall) frv. 156/1996, Frsm. 1. minni hluta ÁE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[15:14]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Ágúst Einarsson) (andsvar):

Herra forseti. Vafalítið verður málið rætt í efh.- og viðskn. og eins og hæstv. ráðherra segir er þetta kannski spurning um lagatæknilegt atriði. En ég bendi á aðra leið í þessu. Það væri náttúrlega hægt að flytja frv. sem hann er með sem bandormsfrv. þó að ég sé ekki almennt að mæla með því en það er þá breyting á þessum tilteknu lögum sem við erum að ræða hér. Ég er þeirrar skoðunar, og ég held að fleiri hafi verið það í nefndinni, að þetta væri ekki góð aðferðafræði við lagasetningu. Hins vegar fellst ég á að það getur verið matsatriði með hvaða hætti þetta er gert. En ég vil fullvissa hæstv. félmrh. um það að ég held að menn séu allir reiðubúnir til að reyna að leysa þetta mál þannig að vel fari og gætt verði bæði að efni málsins en ekki hvað síst formi þess.