Lögskráning sjómanna

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 17:07:10 (2276)

1996-12-16 17:07:10# 121. lþ. 45.7 fundur 203. mál: #A lögskráning sjómanna# (öryggisfræðsla) frv. 139/1996, Frsm. MS
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[17:07]

Frsm. samgn. (Magnús Stefánsson):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. samgn. um frv. til laga um breytingu á lögum um lögskráningu sjómanna, nr. 43/1987, með síðari breytingum.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ragnhildi Hjaltadóttur, skrifstofustjóra í samgönguráðuneyti.

Í frumvarpinu er lagt til að frestur sá sem skipstjórnarmenn og aðrir skipverjar hafa til að ljúka öryggisfræðslunámi í Slysavarnaskóla sjómanna samkvæmt lögunum verði framlengdur um eitt ár eða til 31. desember 1997. Margir sjómenn hafa enn ekki sótt þessi námskeið og ekki er unnt að koma fleiri nemendum að fyrir áramót þar sem öll námskeið eru fullbókuð.

Nefndin stendur samhljóða að þessu áliti ogmælir með því að frv. verði samþykkt.

Undir nefndarálitið skrifa eftirtaldir hv. alþingismenn: Einar K. Guðfinnsson, Magnús Stefánsson, Árni Johnsen, Stefán Guðmundsson, Kristján Pálsson, Egill Jónsson, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, Ragnar Arnalds og Guðmundur Árni Stefánsson.