Listamannalaun

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 17:13:42 (2279)

1996-12-16 17:13:42# 121. lþ. 45.8 fundur 135. mál: #A listamannalaun# (markmið, greiðslufyrirkomulag o.fl.) frv. 144/1996, Frsm. SAÞ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[17:13]

Frsm. menntmn. (Sigríður A. Þórðardóttir) (andsvar):

Herra foreti. Í 6. gr. þessa frv., þar sem eru sömu ákvæði og eru í 6. gr. núgildandi laga, er ákvæði um að rétt til greiðslu úr Launasjóði rithöfunda hafa íslenskir rithöfundar og höfundar fræðirita. Ég vek athygli á þessu: ,,... og höfundar fræðirita.`` Það er líka heimilt að greiða úr sjóðnum fyrir þýðingar á íslensku. Í umfjöllun nefndarinnar og í viðræðum við fulltrúa frá Hagþenki kom fram að þeim þykir að þeir hafi borið skarðan hlut frá borði. Nefndin vill koma til móts við ábendingar þeirra þess efnis og taka þetta inn með þessum hætti í nefndarálitið.