Listamannalaun

Mánudaginn 16. desember 1996, kl. 17:19:35 (2283)

1996-12-16 17:19:35# 121. lþ. 45.8 fundur 135. mál: #A listamannalaun# (markmið, greiðslufyrirkomulag o.fl.) frv. 144/1996, menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 45. fundur

[17:19]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég get ekki svarað þessari spurningu fullnægjandi hér, en eitt er víst að höfundar fræðirita telja að hlutur sinn sé ekki nægilega traustur og öruggur í þessu. Hvað það er sem veldur ætla ég ekki að svara hér og nú og ástæðan fyrir því að við höfum sett þessa vinnu af stað, að skoða hlut þeirra er m.a. sú að ég er þeirrar skoðunar að það beri að huga að þessari starfsemi einnig sem mikilvægri þegar við fjöllum um bókaútgáfu og ritun bóka hér á landi.