Afbrigði

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 14:17:00 (2300)

1996-12-17 14:17:00# 121. lþ. 47.92 fundur 144#B afbrigði# (afbrigði við dagskrá), GE (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[14:17]

Gísli S. Einarsson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég get ekki annað en verið á móti því að þetta mál komi til umfjöllunar á þinginu. Ég vil að það sé farið eftir því, sem er venjulegt að þegar aðilar óska eftir því að fá að koma til viðræðu við nefndir, að því sé þá sinnt. Það var sérstaklega farið fram á að aðilar sem höfðu skýringar fram að færa í málinu kæmu til viðræðna. Því var ekki sinnt. Ég get ekki fallist á svona málsmeðferð og greiði svo sannarlega atkvæði gegn þessu. Þarna er um það að ræða að verið er að flytja kostnað yfir á almenning í landinu sem skiptir í sumum tilvikum allt að 1.000% í hækkun. 1.000% til hækkunar. Þetta er mál sem er ekki nægjanlega vel unnið og ég get engan veginn fallist á svona vinnubrögð.