Póst- og fjarskiptastofnun

Þriðjudaginn 17. desember 1996, kl. 23:55:45 (2358)

1996-12-17 23:55:45# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A #, 150. mál: #A #, 151. mál: #A #, KH (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[23:55]

Kristín Halldórsdóttir (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég kem hingað til þess að taka undir þá ósk sem hér hefur komið fram að það verði gert hlé á fundi. Það er orðið býsna áliðið og raunar dagur að verða liðinn, þessi þriðjudagur sem við höfum notað til langra umræðna og margra og langra funda. Ég tel nauðsynlegt að það fari að komast einhver botn í það hvenær ætlunin er að ljúka þessum fundi. Við höfum áður lagt þessa ósk fram, að það komist niðurstaða í það hvernig fundahöldum verði háttað. Og hér í hliðarsal situr sá forseti sem lofaði að leita eftir niðurstöðu í þessu máli en við höfum ekki fengið að vita hver sú niðurstaða er. Ég tel að það sé þó nokkuð mikið eftir af umræðu um þetta mál. Mér skilst að það séu a.m.k. þrír enn á mælendaskrá og ekkert séð alveg fyrir endann á þessari umræðu. Ég vil aðeins undirstrika og taka undir með þeim félögum mínum sem hér hafa talað að það er alveg fráleitt annað en við reynum að komast að einhverri niðurstöðu og samkomulagi um það hvernig eigi að ljúka þessum fundi, sem sýnilega verður varla lokið á þessum degi. Það eru aðeins tvær mínútur eftir af honum.