1996-12-18 00:01:00# 121. lþ. 47.8 fundur 149. mál: #A #, 150. mál: #A #, 151. mál: #A #, Forseti GÁS
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur

[24:01]

Forseti (Guðmundur Árni Stefánsson):

Forseti vill upplýsa það af því að hér var rætt um mælendaskrá að raunar eru þeir fjórir hv. þm. sem á henni eru. Forseta þykir nokkuð sýnt miðað við lengd ræðna fram undir þetta að tæpast verði umræðunni lokið á þessu kvöldi. Forseti gerir ekki mikið með það í þessu sambandi hvort frestað verði hér fundi kl. hálfeitt eða eitt. Menn geta við það miðað að að lokinni ræðu hv. næsta ræðumanns verði hún á þessu bili hálftími, klukkustund, að eftir það verði fundi slitið og umræðunni frestað og vil ég árétta það enn og aftur að forseti deilir þeim viðhorfum með hv. þm. hér að það er vilji til þess að hafa góðan brag á þessari umræðu og fara ekki með hana inn í nóttina eins og hér hefur áður verið upplýst. Forseti væntir þess að um þetta geti náðst allgóð sátt.