Þingstörf fram að jólahléi

Miðvikudaginn 18. desember 1996, kl. 21:10:30 (2396)

1996-12-18 21:10:30# 121. lþ. 49.95 fundur 146#B þingstörf fram að jólahléi# (um fundarstjórn), Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 49. fundur

[21:10]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti þakkar þessi orð hv. þm. Forseti vissi svo sem fyrir að vilji hefur staðið til þess hjá formönnum þingflokka stjórnarandstöðunnar að taka þátt í afgreiðslu mála og semja um hvaða mál gætu náð fram að ganga og forseti vonast til að geta þá rætt það frekar í kvöld. Hv. þm. spurði hvenær forseti gerði ráð fyrir að þingi lyki fyrir jól. Forseti hafði gert ráð fyrir að við gætum lokið á föstudagskvöld en sá tími er sennilega hlaupinn frá okkur en þó vonast forseti enn til að við getum lokið störfum á laugardegi en það er að sjálfsögðu háð því að gott samkomulag náist um framhald þingstarfanna.