Póst- og fjarskiptastofnun

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 10:10:18 (2417)

1996-12-19 10:10:18# 121. lþ. 50.1 fundur 149. mál: #A Póst- og fjarskiptastofnun# frv. 147/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur

[10:10]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Með skírskotun til 2. minni hluta samgn., hv. þm. Ragnars Arnalds, munum við þingmenn Alþb. og óháðra sitja hjá við afgreiðslu á þessu máli og þeim tveimur frv. öðrum sem koma hér til meðferðar á eftir. Ástæðurnar hafa sumpart komið fram, m.a. við atkvæðaskýringu hv. 12. þm. Reykn., sem ég tek undir, og vil auk þess bæta við að í frv. eru veigamikil ákvæði meingölluð og við viljum enga ábyrgð bera á því að mál af þessu tagi fari með þessum hætti í gegnum Alþingi.