Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 17:55:06 (2490)

1996-12-19 17:55:06# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, Frsm. meiri hluta VE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[17:55]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Egilsson) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hygg að ekki sé stórkostlegur ágreiningur á milli okkar hv. þm. Hjörleifs Guttormssonar um þetta mál. Það liggur fyrir að skil á skýrslum um veiðina og kostnað vegna þeirra er forsenda fyrir því að ríkissjóður taki þátt í kostnaðinum. Ég hygg líka að hv. þm. hljóti að vera okkur í meiri hlutanum sammála um að það hljóti að þurfa að taka að einhverju leyti tillit til fjárhagslegrar getu sveitarfélaganna til að stunda veiðarnar, ekki síst þeirra sem smæst eru og hafa minnstar tekjurnar.