Lánsfjárlög 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 21:43:18 (2514)

1996-12-19 21:43:18# 121. lþ. 51.6 fundur 24. mál: #A lánsfjárlög 1997# frv. 160/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[21:43]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um að auka lántökuheimildir Landsvirkjunar úr 4,8 milljörðum í 9 milljarða. Hér eru komnar til atkvæða sem sagt auknar heimildir til Landsvirkjunar vegna fyrirhugaðra álversframkvæmda. Minni hluti efh.- og viðskn. telur að þetta mál hefði átt að bera að með öðrum hætti, þ.e. að heimildarbeiðnin hefði átt að koma til afgreiðslu á Alþingi þegar endanlega lægi fyrir að af framkvæmdum yrði. Það er von okkar að það takist að gera þessa samninga en vinnubrögðin hefðum við kosið að væru önnur. Þrátt fyrir það munum við ekki leggjast gegn þessu ákvæði og öðrum tengdum auknum heimildum til Landsvirkjunar til að standa að þessum framkvæmdum. Þess vegna sitjum við hjá við atkvæðagreiðsluna.