Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:03:27 (2522)

1996-12-19 22:03:27# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:03]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Hér eru reglurnar settar upp skýrar og skipulegar og Framkvæmdasjóður fatlaðra gengur til framkvæmda en ekki að stórum hluta til rekstrar eins og undanfarið. Meginmálið er að málaflokkur fatlaðra fær allt að 200 millj. meira til ráðstöfunar í fjárlögum næsta árs heldur en á þessu ári.