Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997

Fimmtudaginn 19. desember 1996, kl. 22:08:06 (2527)

1996-12-19 22:08:06# 121. lþ. 51.5 fundur 119. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 1997# (breyting ýmissa laga) frv. 140/1996, ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 51. fundur

[22:08]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Hér kemur til atkvæða tillaga um að hækka atvinnuleysisbætur á næsta ári um 2%. Við munum styðja þessa tillögu vegna þess að hér er um hækkun að ræða. En það sama á við þessa tillögu og tillögu í 14. gr. þar sem upphæðin er líka hækkuð um 2%. Við erum andvíg þeirri stefnumörkun að hækka bætur í almannatryggingakerfinu um einungis 2%. Við viljum að þetta miðist við launabreytingar eins og var áður. Við munum flytja tillögu þess efnis við annað frv. sem kemur síðar til umræðu. Við lítum svo á að með þessari útfærslu sé verið að skerða rétt á því fólki sem síst getur borið hönd fyrir höfuð sér.