1996-12-20 03:18:01# 121. lþ. 52.8 fundur 228. mál: #A málefni fatlaðra# (yfirtaka sveitarfélaga o.fl.) frv. 161/1996, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[27:18]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er alveg hjartanlega sammála síðasta ræðumanni um að meginatriðið er að huga að hagsmunum hinna fötluðu, þeir eiga að njóta þessarar þjónustu. Ég hef ekki orðið var við það, a.m.k. hefur það ekki farið í hámæli, að grunnskólinn sé vanræktur af hinum litlu sveitarfélögum á Íslandi. Þau hafa fundið leið til þess að vinna saman þar sem það á við. Ég vænti þess að eins verði með þennan málaflokk.