1996-12-20 03:28:20# 121. lþ. 52.9 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður einyrkja# frv., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[27:28]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég veit ekki betur en fulltrúar viðkomandi stétta sem unnu að undirbúningi málsins séu sáttir við frv. í þeirri mynd sem það er. En viðkomandi stéttir fá væntanlega þetta frv. til umsagnar og skoðunar og gefst rúmur tími til þess nú í janúarmánuði. Þær fá þá tækifæri til þess að gera athugasemdir við frv. Ef athugasemdir koma fram eða hugmyndir að breytingum og hv. fémn. telur að eitthvað megi betur fara í frv., þá vænti ég þess að hv. nefnd geri tillögu þar um. Ég vænti þess t.d. að þetta frv. verði sent Félagi kúabænda. Ég teldi það mjög eðlilegt og þá fær hv. síðasti ræðumaður væntanlega tækifæri til þess að gera efnislegar athugasemdir. Ég fagna því ef hann sér hluti sem þarna mega betur fara.