1996-12-20 07:34:07# 121. lþ. 52.10 fundur 73. mál: #A öryggi raforkuvirkja# frv. 146/1996, Frsm. meiri hluta StG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[31:34]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson) (andsvar):

Herra forseti. Mér finnst ég skulda aðeins skýringar á eftirlits- og skoðunarþættinum sem hér hefur verið spurt um. Stefnan og reyndar markmiðið með frv. er að byggja upp innra eftirlit fyrirtækjanna sjálfra. Úrtaksskoðun nær til allra rafverktaka. Þeir verða að sæta skoðun en ekki veiturnar sem þeir gera nema úrtaksskoðun komi til nánari athugunar. Þá er það verktakinn sjálfur sem greiðir þann kostnað sem af því hlýst en ekki neytandinn. Ég vona að ég tali alveg skýrt í þessu. Og af því að ég veit og finn að þessari umræðu er að ljúka hér í nótt þá vil ég bara þakka mönnum fyrir hana. Ég er ekkert hissa á því í sjálfu sér, í þessu máli eins og í öllum öðrum, að það séu skiptar skoðanir. Það kemur mönnum ekkert á óvart en þó er ég, og þessi umræða hefur þá engu breytt um það, sannfærður um að við séum þó að breyta úr ekki góðu kerfi í betra.