1996-12-20 07:56:45# 121. lþ. 52.10 fundur 73. mál: #A öryggi raforkuvirkja# frv. 146/1996, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 52. fundur

[31:56]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Ég tek undir þau orð hæstv. iðnrh. að ég vona að sjálfsögðu að að ári liðnu búum við við betra kerfi en við gerum í dag. Ég tek einnig undir það að samkvæmt þeim álitsgerðum sem vitnað hefur verið til í umræðunni hér þá kemur fram að almennt ríkir óánægja með það fyrirkomulag sem nú er við lýði. Hins vegar vilja menn ganga í gagnstæðar áttir. Þótt iðnrh. hafi fengið ráðgjöf frá aðilum sem hann treystir þá er á það að líta líka að fram hafa komið ráðleggingar frá öðrum aðilum sem vel þekkja til þessara mála, svo sem rafverktökum, sveitarstjórnaraðilum, sem vilja verja hagsmuni landsbyggðarinnar, og önnur sjónarmið sem vilja að menn gangi í gagnstæða átt. Þess vegna ítreka ég að ég hvet til að þetta frv. verði tekið út úr sölum Alþingis og þessi mál endurskoðuð frá grunni þannig að hæstv. iðnrh. geti orðið að ósk sinni og okkar sameiginlegu ósk um að við komum til með að búa við betra kerfi að ári liðnu.