Fjárlög 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 11:54:17 (2614)

1996-12-20 11:54:17# 121. lþ. 53.11 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., Frsm. meiri hluta JónK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[11:54]

Frsm. meiri hluta fjárln. (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. 5. þm. Vestf. fyrir hans ræðu. Það voru tvö atriði sem komu fram í ræðu hans sem ég vildi koma að í andsvari og skýra afstöðu mína til. Það er varðandi tillögu dómsmrn. um stöður rannsóknarlögreglumanna. Ég lít svo á að þetta sé frestun á að ákveða staðsetningu en ekki ákvörðun um að flytja þessar stöðu hingað suður til Reykjavíkur. Hins vegar varðandi skattstofurnar vil ég ítreka það sem ég kom að í ræðu minni við 2. umr. Ég styð það markmið að efla skattaeftirlit og tel ekki af veita en varðandi frekari verkaskiptingu skattstofanna eða skipulagsbreytingu í störfum þeirra verður auðvitað að gæta þess að sú breyting virki í báðar áttir og skattstofunum á landsbyggðinni séu falin störf í þessu stóra kerfi. Það er grundvallaratriði frá minni hálfu varðandi það mál og ég kom einmitt að því í ræðu minni við 2. umr. en ég vil orða það skýrt hér.