Öryggi raforkuvirkja

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 14:09:27 (2631)

1996-12-20 14:09:27# 121. lþ. 53.8 fundur 73. mál: #A öryggi raforkuvirkja# frv. 146/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[14:09]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Í nefndaráliti minni hlutans á þskj. 402 segir svo, með leyfi forseta:

,,Minni hlutinn leggur til að frumvarpinu verði vísað til ríkisstjórnarinnar. Fyrir því eru eftirfarandi rök:

kostnaður af eftirliti virðist aukast með því kerfi sem gert er ráð fyrir að taka upp samkvæmt frumvarpinu sem gæti leitt til hærra rafmagnsverðs fyrir neytendur;

kostnaður við skoðun húsveitna getur aukist verulega;

kostnaður eykst mest á landsbyggðinni nái breytingarnar fram að ganga;

kerfisbreytingin byggist á því að flytja tugi starfa frá dreifbýli til þéttbýlis;

ekki er ljóst að rafmagnseftirlit aukist og því er haldið fram að úr því geti dregið.``

Af þessum ástæðum og fleirum, herra forseti, hefðum við talið eðlilegast að þessu máli yrði vísað til ríkisstjórnarinnar. Fari svo að því sjónarmiði okkar verði hafnað, þá tel ég að málið liggi þannig að eðlilegast sé, ef meiri hlutinn vill hafa sitt fram þrátt fyrir allt, að sitja hjá við meðferð málsins en að styðja auðvitað þá tillögu sem hér liggur fyrir um leið og ég vil nota og misnota aðstöðu mína til að þakka þeim hundruðum Íslendinga sem hafa varað Alþingi við því að samþykkja þetta frv.