Fjárlög 1997

Föstudaginn 20. desember 1996, kl. 17:37:06 (2651)

1996-12-20 17:37:06# 121. lþ. 53.11 fundur 1. mál: #A fjárlög 1997# frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 53. fundur

[17:37]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ef mál ganga fram með þeim hætti sem ég kysi, þá kæmi hér fyrir þingið fljótlega eftir að það kemur saman eftir áramótin frv. til rammalaga um háskólastarfsemi í landinu. Síðan yrði frv. til laga um uppeldisháskóla sniðið að þeirri rammalöggjöf sem ég kem til með að kynna vonandi á vorþinginu. Ef verk ganga vel, þá væri heldur ekkert því til fyrirstöðu að leggja fram frv. til laga um uppeldisháskólann á vorþinginu, en ég býst ekki við að það mál verði afgreitt á þessu þingi í vetur. En umræður um það gætu farið fram.